Innskráning | Klúbbfélagar fá aðgang að sínum síðum eftir innskráningu

Velkomin

Sleðahundaklúbbur Íslands er klúbbur áhugafólks um fræðslu og kynningu á sleðahundum, sleðahundasporti og tengdum málefnum. Allt starf klúbbsins miðar að því að efla iðkun sleðahundasports á Íslandi. Allir hundar eru velkomnir í allt starf klúbbsins, af hvaða kyni, stærð eða uppruna sem þeir eru.

Klúbburinn leggur áherslu á að þjóna félagsmönnum á öllu landinu. Því er reynt eftir fremsta megni að miðla upplýsingum í gegnum þessa vefsíðu. Allir félagsmenn skulu hafa eins góðan aðgang að starfinu og frekast er kostur. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið info@sledahundar.is varðandi efni eða hvað eina sem við kemur vefnum og starfi klúbbsins.


Forsíðuljósmynd

Dagbók (sjá eldri færslur)

ágú.
16

Ágústganga Sleðahundaklúbbs Íslands

Mynd frá Sleðahundaklúbbur Íslands /  Icelandic Sleddog Club.

26 eða 27 ágúst (ræðst af veðurspá) verður gengið frá Skíðaskálanum í Hveradölum sem leið liggur inná Hellisheiði. Meðal annars verður skoðaður gamall steinkofi á vörðuðu þjóðleiðinni yfir Hellisheiði, einnig er gengið inn að Skarðsmýrarfjalli, falleg og skemmtileg gönguleið. 
Áætlaður göngutími er 4-5klst með pásum. 
Muna að taka með sér nesti. 
Allir velkomnir . 
Ef þið hafið einhverjar spurningar má ná í Kára í síma 892-4675
Dagsetningin verður negld niður fimmtudagskvöldið 24. ágúst og kemur þá tilkynning inn í viðburðinn á facebook síðu Sleðahundaklúbbs Íslands
Dagbok
júl.
24

Úrslit á síðasta æfingarmóti Sleðahundklúbbs Íslands sumarið 2017

Í kvöld lauk 3ja kvölda æfingarmóti. Þessi keppni átti að vera 18. júlí en var frestað vegna veðurs og við endurheimtum ekki alla keppendurna sem voru búnir að skrá sig þá.. En kvöldið var yndislegt, gott veður og góð stemming og grillað í lokin.
Við þökkum öllum sem hafa komið að þessu þriggja kvölda æfingarmóti kærlega fyrir. 
Sérstakar þakkir fær Snati ehf. sem styrkti mótið með því að gefa alla vinningana
Snati ehf. flytur inn Pro Pac hundafóður.

Timar kvöldsins:

5 km hjól með 2 hunda
Kári Þórsson 18.32

5 km hjól með 1 hund
Kolla Arna Sigurðardóttir 14.10
Páll Ingi Haraldsson 17.32


5 km hlaup með einn hund

Árni Einarsson 12.07

Dagbok
jún.
20

Úrslit á æfingarmóti Sleðahundaklúbbs Íslands 20.júní 2017

Úrslit á æfingarmóti Sleðahundaklúbbsins í kvöld

Krakkahlaup:
Hafþór 3,01
Ellen 4,33
Krístín 5,43

5 km hjól með 2 hunda:
Anna Marin 18.46.68
Sigríður 19.45.62
Kári 20.30.65

5 km hjól með 1 hund:
Kolla 12.22.18
Páll Ingi 16.35.90
Thelma 16.57.96

2,5 km hlaup með 1 hund
Hólmfríður 11.54.03
Kolla 12.06.08
Thelma 14.07.01
Páll Ingi 23.04.59
Margrét 23.44.78


Við óskum öllum til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir frábært kvöld þrátt fyrir úrhellisrigningu og alla pollana.
Svo er bara að setja sig í gírinn fyrir júli mótið

Dagbok
maí
24

Æfingarmótið 23.maí 2017

Fyrsta æfingamót sleðahundaklúbbsins var haldið 23.maí 2017 í blíðunni í Heiðmörk. Þátttakendur voru á ýmsum aldri en allir skemmtu sér jafnvel. 
Frábærir hundar, frábært fólk, frábært veður og frábært umhverfi. Hlökkum til að endurtaka leikinn í júní 

:D

Dagbok
maí
23

Keppendur á æfingarmóti 23. maí 2017

Skráning á æfingarmótið lítur svona út.

5 km hjól með einn hund:
Erna Sofie
Páll Ingi Haraldsson
Kolbrún Arna Sigurðardóttir
Harpa Einarsdóttir
Anna Marin Kristjánsdóttir

5 km hjól með tvo hunda:
Páll Tr. Karlsson
Sigríður Þorgrímsdóttir
Gunnlaugur Þór Sigurjónsson
Kári Þórisson
Ragnar Freyr Ásgeirsson

2,5 km hlaup með einn hund:
Katrín María Viðarsdóttir
Anna Marin Kristjánsdóttir
Gunnlaugur Þór Sigurjónsson
Kolbrún Arna Sigurðardóttir

Krakkahlaup 800 m.
Ísarr Myrkvi 
Bergdís 
Friðbjörn

Mæting kl. 18.45 við Þjóðhátíðarlundinn
Dregið í rásröð á staðnum.

Dagbok
maí
18

Æfingarmótin í sumar

Jæja þá er loksins allt komið á hreint varðandi æfingarmótin í Heiðmörkinni

Fyrsta kvöldið er þriðjudagurinn 23.maí kl. 19

Keppnisgreinar eru eftirtaldar:
Hjól með einn hund 5 km
Hjól með 2 hunda 5 km
Hlaup með 1 hund 2,5 km.
Krakkahlaup með einn hund 800 metrar

Undirlagið á svæðinu er góður malarstígur eða þéttur leir eða gras, margbreytileg og falleg leið.

Engin þátttökugjöld - Allir velkomnir
Mæting við Þjóðhátíðarlundinn kl. 18.30
Skráning í stjorn@sledahundar.is fyrir miðnætti 22. maí 2017

Hér má sjá keppnisreglur klúbbsins   http://sledahundar.is/download/docs/bikejoring-canicross-reglur-20130913.pdf
Dagbok
maí
12

Sviplegt fráfall eins af félögum okkar

Í dag kveðjum við mætan mann, einn af fyrstu félögum Sleðahundaklúbbs Íslands, Sigurð Birgi Baldvinsson, sem lést í kajakslysi sl. laugardagskvöld 5. maí aðeins 43 ára. 
Hann og Claire hafa af miklum dugnaði byggt upp fyrirtæki sitt Dogsledding Iceland og lyft hundasleðaferðum á hærra plan á Íslandi. Fyrir utan það að starfa við hundasleðaferðir, hafði hann líka mikinn áhuga á sportinu almennt og tók þátt í mótum Sleðahundaklúbbsins alltaf þegar færi gafst og hafa þau Claire ósjaldan farið heim af mótum hlaðin verðlaunum.
Það er mikill sjónarsviptir að þessum öðlingi, sem mætti fólki með alúð og var alltaf til í að gefa góð ráð. 
Fjölskylda Sigga hefur afþakkað blóm og kransa en benda á þyrlukaupasjóð Landhelgisgæslunnar.
Við sendum Claire, börnum hans, fjölskyldu og vinum, innilegar samúðarkveðjur.
Stjórn Sleðahundaklúbbs Íslands.
Dagbok
maí
1

3 æfingamót í sumar

Ákveðið hefur verið að hafa þrjú æfingamót í sumar, þriðjudagana 23.maí, 20.júní og 18.júlí líklega kl. 20 alla dagana.
Mótið verður haldið í Heiðmörk og nánari staðsetning kemur fyrir 15.maí.
Keppnisgreinar verða eftirfarandi
Hjól með 2 hunda 
Hjól með 1 hund 
Hlaup með 1 hund 
Einnig verður í boði krakkahlaup.
Nánar um vegalengdir fyrir 15.maí

Takið þessi kvöld frá - allir velkomnir - engin þátttökugjöld.
Dagbok
mar.
23

Nýliðahittingar 28. og 30.apríl 2017

Vegna veikinda var hætt við nýliðahittinginn helgina 24.-26.mars en við mætum galvösk í apríl

Minnum á Nýliðahitting Sleðahundaklúbb Íslands
Sleðahundakúbbur Ísland býður uppá sérstakt nýliðakvöld fyrir áhugasama til að kynna sér sportið og starfsemi klúbbsins. 
Föstudagurinn 28. apríl kl 20:00 í nýja húsnæði Dýrspítalans í Garðabæ sem er staðsett ská á móti sjálfum Dýraspítalanum eða á Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ. 
                                                                                     
Dagskrá: 
- Kynning á starfsemi klúbbsins 
- Dráttarsportið - ýmsar greinar 
- Að byrja - búnaður, skipanir, þjálfun, fóðrun og fleira 
- Sjálfboðaliðastarf fyrir klúbbinn í keppnum og fleira 

Eftir að ofangreind dagskrá er lokið verður boðið uppá kennslu í taumagerð fyrir þá sem hafa áhuga.

Takið Sunnudaginn 30. apríl frá - kl 14 ætlum við að hittast með hundana og fara í meira verklegt "aksjón". 

Við vekjum athyggli á því að ekki er skilyrði að eiga sleðahund (ss Siberian Husky, Alaskan Malamute ofl) til þess að vera með.
Hér heima og erlendis hafa fleiri tegundir tekið þátt í keppnum með góðum árangri, t.d. Labrador, Vorsteh , Doberman, Sheffer. 
T.d. felst "canine cross" í því að hlaupa með hund, og þar geta allir verið með, hver á sínum hraða, stórir sem smáir. 

Fyrir utan keppnir heldur klúbburinn úti gönguhittingum 1x í mánuði á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt er að ná í Kolbrúnu í síma 7717910 ef einhverjar spurningar vakna varðandi staðsetningu.Dagbok
mar.
11

Úrslit seinni daginn á Mývatni.

10 km sleði með 2-3 hunda: Skijoring 2 km með 1 hund, konur:
Hilmar 40,59 Guðrún F 8,21
Magnús 43,00 Hugrún 8.34
Bergþóra 44.46         Anna 11.19
Jill 44.58 Hjördís 12.03
                                                                        Jill 13.13

10 km sleði með 4-6 hunda: Skijoring 2 km með 1 hund, karlar:
Sæmi 43.05 Hjálmar 8.40
Unnar 47,07 Jóhannes 9.43
Anna 47.36 Kári 11.12
Magnús 14.12
Gulli 15.58
Skijoring 2 km með 1 hund, ungmenni:
Sóllilja 06.48 Bjartmar 12.42
Dagbok

Stuðningsaðilar

Steypustöðin VÍS Marko merki snati.is riverrafting.is Japanskar vélar ehf. Bendir Sel - Hótel Mývatn Urta Islandica Royal-Canin Markið Stjörnusnakk Tryggingamiðstöðin Krónan Kranaafl Öræfaferðir Jarðböðin Herramenn Villimey Límtré Vírnet Múlaræktun INNI

Áhugasamir styrktaraðilar geta sent tölvupóst á netfangið info@sledahundar.is með upplýsingar.