Innskráning | Klúbbfélagar fá aðgang að sínum síðum eftir innskráningu

Velkomin

Sleðahundaklúbbur Íslands er klúbbur áhugafólks um fræðslu og kynningu á sleðahundum, sleðahundasporti og tengdum málefnum. Allt starf klúbbsins miðar að því að efla iðkun sleðahundasports á Íslandi. Allir hundar eru velkomnir í allt starf klúbbsins, af hvaða kyni, stærð eða uppruna sem þeir eru.

Klúbburinn leggur áherslu á að þjóna félagsmönnum á öllu landinu. Því er reynt eftir fremsta megni að miðla upplýsingum í gegnum þessa vefsíðu. Allir félagsmenn skulu hafa eins góðan aðgang að starfinu og frekast er kostur. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið info@sledahundar.is varðandi efni eða hvað eina sem við kemur vefnum og starfi klúbbsins.


Dog sledding Snow Dogs
Royal-Canin

Dagbók (sjá eldri færslur)

feb.
10

Mótsstjórn á Íslandsmeistarmóti Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni 9.-10.mars n.k.

Óskum eftir 2 aðilum í mótstjórn vegna Mývatnsmótsins 9.-10.mars 2018.
Áhugasamir vinsamlegast sendið okkur póst í stjorn@sledahundar.is sem fyrst og ekki síðar en 25.febrúar n.k.
Dagbok
jan.
22

Vel heppnaðar nýliðakynningar

Sleðahundaklúbburinn var með nýliðakynningar í janúar í tvennu lagi, bóklegt og verklegt.
Við erum í skýjunum yfir mætingunni og áhuga fólks sem mætti á þessar kynningar. 
Það mættu sem sagt 18 manns á fyrirlesturinn og 14 á verklega hittinginn.
Frábært framtak hjá Kolbrúnu Örnu og Ernu.  Hlökkum til að sjá nýtt fólk í klúbbnum.
Dagbok
jan.
22

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í sleðadrætti og skijoring 9.-10.mars 2018 á Mývatni


Dagbok
jan.
11

Nýliðakynning

ATH NÝLIÐAKYNNINGUNNI SEM ÁTTI AÐ VERA Í KVÖLD ER FRESTAÐ VEGNA VEÐURS.
NÝ DAGSETNING ER ÞRIÐJUDAGURINN 16. JAN. OG SÍÐAN SUNNUDAGURINN 21.JANÚAR.
Dagbok
jan.
8

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni 9.-10.mars 2018

Opnað hefur verið fyrir skráningu á heimasíðunni 

Föstudagur 9. mars

 kl. 11:

5 km - Sleði kúskur með 3-4 hunda 

5 km - Sleði kúskur með 2 hunda 
5 km - Sleði kúskur með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
5 km - Sleði kúskur með 2 hunda unglingar 12-15 ára

 

kl. 13:

5 km - Skijoring með 2 hunda karlaflokkur
5 km - Skijoring með 2 hunda kvennaflokkur 
5 km - Skijoring með 2 hunda ungmennaflokkur 16-18 ára

 

kl. 15:

1 km - Sleði kúskur með 1 hund barnaflokkur 7-10 ára
1 km - Sleði kúskur með 1 hund unglingar 11-14 ára

 

Verðlaunaafhending vegna föstudagsins verður að lokinni barnakeppninni

 

Laugardagur 10. Mars

kl. 10:

15 km - Sleði kúskur með 4-6 hunda

10 km - Sleði kúskur með 4-6 hunda

10 km - Sleði kúskur með 2-3 hunda 

 

kl. 13:

2 km - Skijoring með 1 hund karlaflokkur 
2 km - Skijoring með 1 hund kvennaflokkur 
2 km - Skijoring með 1 hund unglingar 12-15 ára
2 km - Skijoring með 1 hund unglingar 16-18
1 km - Skijoring með 1 hund barnaflokkur 9-11 ára

 

kl. 15:

500 m spyrna á sleða með 2 hunda – skráning á staðnum fyrir kl. 12

 

Verðlaunaafhending vegna laugardagsins verður strax að lokinni spyrnu

MÓTSGJÖLD:

1 grein kr. 3.000
2 greinar kr. 5.000
3 greinar kr. 7.000
4 greinar kr. 8.000

 

Frítt fyrir börn og unglinga !!!!!   Lágmarksskráning er 3 keppendur í hverja grein.
Skráningu lýkur 1.mars kl. 23.55.

 

 

Dagbok
jan.
8

Gisting vegna Mývatnsmótsins

Við höfum fengið frábært tilboð frá Eldá.
Gisting á mann 4.500 per nótt - frítt fyrir yngri en 16 ára.
Skráning í gistingu er í stjórn@sledahundar.is 
Ath. takmarkað framboð.
Dagbok
jan.
4

Nýliðahittingar 11. og 14. jan. 2018

Er Sleðahundaklúbbur Íslands bara fyrir sleðahunda ? Nei síður en svo ! 
Sleðahundaklúbbur er skemmtilegur félagsskapur fyrir alla hunda og eigendur sem vilja vera úti að hreyfa sig. 
Þú þarft ekki að kunna neitt til að vera með, bara mæta og hafa gaman. 

Sleðahundakúbbur Ísland býður uppá sérstakt nýliðakvöld fyrir áhugasama til að kynna sér sportið og starfsemi klúbbsins. 
FImmtudagurinn 11. Janúarl kl 20:00 í HundaAkademíunni Hundaskóla. 

Dagskrá: 
- Kynning á starfsemi klúbbsins 
- Dráttarsportið - ýmsar greinar 
- Að byrja - búnaður, skipanir, þjálfun, fóðrun og fleira 
- Sjálfboðaliðastarf fyrir klúbbinn í keppnum og fleira 

Takið Sunnudaginn 14. Janúar frá - kl 14 ætlum við að hittast með hundana og fara í meira verklegt "aksjón". 

Við vekjum athygli á því að ekki er skilyrði að eiga sleðahund (ss Siberian Husky, Alaskan Malamute ofl) til þess að vera með.
Hér heima og erlendis hafa fleiri tegundir tekið þátt í keppnum með góðum árangri, t.d. Labrador, Vorsteh , Doberman, sheffer, Franskur Bulldog, Border Collie og svo mætti lengi telja. 
Ein sportsgreinin sem kallast canincross felst í því að hlaupa/skokka með hund, og þar geta allir verið með, hver á sínum hraða, stórir sem smáir. 

Fyrir utan keppnir heldur klúbburinn úti hittingum 1x í mánuði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hinar ýmsu greinar eru iðkaðar eða bara farið í skemmtilega taumgöngu innan eða utan bæjar sem er tilvalin umhverfisþjálfun.

Hægt er að ná í Kolbrúnu í síma 7717910 ef einhverjar spurningar vakna varðandi staðsetningu.

Dagbok
nóv.
30

Árið 2018

Helstu dagsetningar fyrir árið 2018.

11 og 14 janúar- Nýliðakynning
9 og 10 mars - Mývatn
22 september - Haustmót
24 nóvember- Aðalfundur

Viðburður í hverjum mánuði og verður hver auglýstur fyrir sig.

Dagbok
nóv.
25

Að loknum aðalfundi

Aðalfundi sleðahundaklúbbsins er lokið þetta árið.

Nýja stjórn skipa:
Anna Marín Kristjánsdóttir, formaður.
Kári Þórisson
Kolbrún Arna Sigurðardóttir
Erna Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Jóhanna Gísladóttir.

Varamenn:
Hjördís Hilmarsdóttir
Sæmundur Þór Sigurðsson

Kosið var um 2 lagabreytingar og voru þær samþykktar.

Dagbok
nóv.
24

Skype aðgangur

Stofnaður hefur verið skype aðgangur fyrir Sleðahundaklúbb Íslands
Nafnið á Skype er stjorn@sledahundar.is
Dagbok

Stuðningsaðilar

Steypustöðin snati.is Bendir Urta Islandica Jarðböðin Múlaræktun Villimey INNI

Áhugasamir styrktaraðilar geta sent tölvupóst á netfangið info@sledahundar.is með upplýsingar.