Innskráning | Klúbbfélagar fá aðgang að sínum síðum eftir innskráningu

Fréttir og tilkynningar

jan.
11

Nýliðakynning

ATH NÝLIÐAKYNNINGUNNI SEM ÁTTI AÐ VERA Í KVÖLD ER FRESTAÐ VEGNA VEÐURS.
NÝ DAGSETNING ER ÞRIÐJUDAGURINN 16. JAN. OG SÍÐAN SUNNUDAGURINN 21.JANÚAR.
Dagbok
jan.
8

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni 9.-10.mars 2018

Opnað hefur verið fyrir skráningu á heimasíðunni 

Föstudagur 9. mars

 kl. 11:

5 km - Sleði kúskur með 3-4 hunda 

5 km - Sleði kúskur með 2 hunda 
5 km - Sleði kúskur með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
5 km - Sleði kúskur með 2 hunda unglingar 12-15 ára

 

kl. 13:

5 km - Skijoring með 2 hunda karlaflokkur
5 km - Skijoring með 2 hunda kvennaflokkur 
5 km - Skijoring með 2 hunda ungmennaflokkur 16-18 ára

 

kl. 15:

1 km - Sleði kúskur með 1 hund barnaflokkur 7-10 ára
1 km - Sleði kúskur með 1 hund unglingar 11-14 ára

 

Verðlaunaafhending vegna föstudagsins verður að lokinni barnakeppninni

 

Laugardagur 10. Mars

kl. 10:

15 km - Sleði kúskur með 4-6 hunda

10 km - Sleði kúskur með 4-6 hunda

10 km - Sleði kúskur með 2-3 hunda 

 

kl. 13:

2 km - Skijoring með 1 hund karlaflokkur 
2 km - Skijoring með 1 hund kvennaflokkur 
2 km - Skijoring með 1 hund unglingar 12-15 ára
2 km - Skijoring með 1 hund unglingar 16-18
1 km - Skijoring með 1 hund barnaflokkur 9-11 ára

 

kl. 15:

500 m spyrna á sleða með 2 hunda – skráning á staðnum fyrir kl. 12

 

Verðlaunaafhending vegna laugardagsins verður strax að lokinni spyrnu

MÓTSGJÖLD:

1 grein kr. 3.000
2 greinar kr. 5.000
3 greinar kr. 7.000
4 greinar kr. 8.000

 

Frítt fyrir börn og unglinga !!!!!   Lágmarksskráning er 3 keppendur í hverja grein.
Skráningu lýkur 1.mars kl. 23.55.

 

 

Dagbok
jan.
8

Gisting vegna Mývatnsmótsins

Við höfum fengið frábært tilboð frá Eldá.
Gisting á mann 4.500 per nótt - frítt fyrir yngri en 16 ára.
Skráning í gistingu er í stjórn@sledahundar.is 
Ath. takmarkað framboð.
Dagbok
jan.
4

Nýliðahittingar 11. og 14. jan. 2018

Er Sleðahundaklúbbur Íslands bara fyrir sleðahunda ? Nei síður en svo ! 
Sleðahundaklúbbur er skemmtilegur félagsskapur fyrir alla hunda og eigendur sem vilja vera úti að hreyfa sig. 
Þú þarft ekki að kunna neitt til að vera með, bara mæta og hafa gaman. 

Sleðahundakúbbur Ísland býður uppá sérstakt nýliðakvöld fyrir áhugasama til að kynna sér sportið og starfsemi klúbbsins. 
FImmtudagurinn 11. Janúarl kl 20:00 í HundaAkademíunni Hundaskóla. 

Dagskrá: 
- Kynning á starfsemi klúbbsins 
- Dráttarsportið - ýmsar greinar 
- Að byrja - búnaður, skipanir, þjálfun, fóðrun og fleira 
- Sjálfboðaliðastarf fyrir klúbbinn í keppnum og fleira 

Takið Sunnudaginn 14. Janúar frá - kl 14 ætlum við að hittast með hundana og fara í meira verklegt "aksjón". 

Við vekjum athygli á því að ekki er skilyrði að eiga sleðahund (ss Siberian Husky, Alaskan Malamute ofl) til þess að vera með.
Hér heima og erlendis hafa fleiri tegundir tekið þátt í keppnum með góðum árangri, t.d. Labrador, Vorsteh , Doberman, sheffer, Franskur Bulldog, Border Collie og svo mætti lengi telja. 
Ein sportsgreinin sem kallast canincross felst í því að hlaupa/skokka með hund, og þar geta allir verið með, hver á sínum hraða, stórir sem smáir. 

Fyrir utan keppnir heldur klúbburinn úti hittingum 1x í mánuði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hinar ýmsu greinar eru iðkaðar eða bara farið í skemmtilega taumgöngu innan eða utan bæjar sem er tilvalin umhverfisþjálfun.

Hægt er að ná í Kolbrúnu í síma 7717910 ef einhverjar spurningar vakna varðandi staðsetningu.

Dagbok
nóv.
30

Árið 2018

Helstu dagsetningar fyrir árið 2018.

11 og 14 janúar- Nýliðakynning
9 og 10 mars - Mývatn
22 september - Haustmót
24 nóvember- Aðalfundur

Viðburður í hverjum mánuði og verður hver auglýstur fyrir sig.

Dagbok
nóv.
25

Að loknum aðalfundi

Aðalfundi sleðahundaklúbbsins er lokið þetta árið.

Nýja stjórn skipa:
Anna Marín Kristjánsdóttir, formaður.
Kári Þórisson
Kolbrún Arna Sigurðardóttir
Erna Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Jóhanna Gísladóttir.

Varamenn:
Hjördís Hilmarsdóttir
Sæmundur Þór Sigurðsson

Kosið var um 2 lagabreytingar og voru þær samþykktar.

Dagbok
nóv.
24

Skype aðgangur

Stofnaður hefur verið skype aðgangur fyrir Sleðahundaklúbb Íslands
Nafnið á Skype er stjorn@sledahundar.is
Dagbok
nóv.
18

Kosningar

Tillögur um tvær lagabreytingar bárust.
Félagar sem hafa greitt félagsgjald fyrir komandi ár geta kosið um þær breytingar inn á "mín síða."
Frestur til að kjósa er til kl. 22, 24.nóvember 2017
Tillögurnar eru eftirfarandi:

5.gr. breytist úr:
Allar kosningar í félaginu skulu vera rafrænar
verði eftir breytingu:
5.gr
"Kosningar um lagabreytingar í félaginu skulu vera rafrænar.
Kosningar um stjórnarmenn fara fram skriflega á aðalfundi, þó getur fólk sem ekki kemst á fundinn sökum búsetu eða af öðrum ástæðum, greitt atkvæði símleiðis með samþykki fundarins".
Rökstuðningur: Undanfarin ár hefur ekki verið mögulegt að kjósa í stjórn klúbbsins rafrænt og þar sem félagar Sleðahundaklúbbsins búa út um allt land, finnst mér að Klúbburinn eigi að koma til móts við fólk sem ekki kemst á aðalfund með því að taka við atkvæðum símleiðis.

9.gr. breytist úr:
Inngöngugjald nýrra félaga er kr. 1.500,- og er því ásamt árgjaldi ætlað að standa straum af kostnaði við rekstur félagsins ár frá ári. Skráning félaga tekur gildi þegar inngöngugjaldið hefur verið greitt. 
Árgjald félagsins er kr. 800,- og greiðist fyrst fyrir næsta ár eftir inngöngu. Leitast skal við að reka félagið án teljandi hagnaðar ár hvert. Stofnfélagar greiða ekki árgjald fyrir árið 2011. Stofnfélagar eru þeir sem greiða inngöngugjald í síðasta lagi föstudaginn 19. nóvember 2010. 
Félagsmönnum er heimilt að skrá börn sín sem það vilja og eru undir 18 ára aldri í félagið gjaldfrjálst án skuldbindinga þeirra eða kosningaréttar gagnvart félaginu. Slíka félagsskráningu þurfa viðkomandi einstaklingar að staðfesta árlega.
verði eftir breytingu
9.gr.
"Inngöngugjald nýrra félaga er kr. 1.500,- og er því ásamt árgjaldi ætlað að standa straum af kostnaði við rekstur félagsins ár frá ári. Skráning félaga tekur gildi þegar inngöngugjaldið hefur verið greitt. 
Árgjald félagsins er kr.1.500 og greiðist fyrirfram fyrst fyrir næsta ár eftir inngöngu. 
Leitast skal við að reka félagið án teljandi hagnaðar ár hvert. 
Félagsmönnum er heimilt að skrá börn sín sem það vilja og eru undir 18 ára aldri í félagið gjaldfrjálst án skuldbindinga þeirra eða kosningaréttar gagnvart félaginu. Slíka félagsskráningu þurfa viðkomandi einstaklingar að staðfesta árlega".
Rökstuðningur: Sem sagt félagsgjaldið hækkað úr kr. 800 í kr. 1.500. Félagsgjaldið hefur ekki hækkað frá stofnun klúbbsins. Það er áríðandi fyrir klúbbinn að gera nýja heimasíðu og er þessi hækkun liður í að það verði veruleiki.
Í breytingatillögunni er einnig allt tekið út er varðar stofnun klúbbsins og greiðslu stofngjalds.


Dagbok
nóv.
17

Tölvupóstur klúbbsins óvirkur

Tölvupósturinn er kominn í lag (vonandi), en við getum ekki séð gamla pósta. 22/11.17
Félagsmenn athugið! Þar sem tölvukerfi 1984 er hrunið þá komumst við því miður ekki í tölvupóstinn okkar. Frestur til að senda inn tillögur af lagabreytingum rann út á miðnætti en kerfið var hrunið þá. Ef einhver sendi inn tillögu af lagabreytingu í gær (15. nóv) er því miður ekki hægt að nálgast það og biðjum við því um í ljósi aðstæðna um að fá sendar inn tillögur á FB spjallþræði. Einnig bendum við á það að það verður eina leiðin til að ná sambandi við stjórn þanngað til að 1984 hefur náð að laga kerfisbilunina hjá sér.
Dagbok
nóv.
1

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands

Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldinn laugardaginn 25.nóvember kl. 20 í sal Steypustöðvarinnar, Malarhöfða 10, Reykjavík.

Dagskrá:

Móttaka framboða í stjórn
Kjör nýrra stjórnarmanna
Skýrsla fráfarandi stjórnar lesin
Skýrsla gjaldkera lögð fram til samþykktar
Niðurstöður kosninga um lagabreytingar
Önnur mál

Athugið félagar þurfa að greiða félagsgjöld komandi árs kr. 800 inn á reikning klúbbsins 0310-26-101210 kt.700910-1210 eigi síðar en 24.nóvember n.k. kl 23.55 til að vera kjörgengir á aðalfundi.

Nýir félagar geta skráð sig í klúbbinn undir "um klúbbinn" á heimasíðunni..

Tillögur að lagabreytingum skal leggja
fram ásamt greinargerð með breytingartillögunni til
stjórnar félagins á netfangið stjorn@sledahundar.is
í síðasta lagi tíu dögum fyrir aðalfund.

Dagbok
okt.
24

World Championships Dryland 2017

IFSS gefur einum félaga í Sleðahundaklúbbi Íslands kost á að taka þátt í Canincross í World Championships Dryland 2017 í Póllandi. Þeir munu skaffa hund. Er ekki einhver sem hefur áhuga á að fara þetta á sinn kostnað, fyrstur kemur fyrstur fær. Allar upplýsingar um mótið er hér http://www.sleddogsport.net/ Áhugasamir hafi samband við stjorn@sledahundar.is
Dagbok
okt.
19

Nóvember gangan 12. nóv. kl. 14

Nóvemberganga Sleðahundaklúbbs Íslands 12.nóvember 2017 kl. 14
Gengið verður í kringum Helgafell
Mæting á bílastæðinu við Kaldársel
Allir velkomnir


Dagbok
sep.
24

Úrslit Íslandsmeistaramóts klúbbsins í bikejöring og canicross 2017

10 km bikejoring 2 hundar

Rósa Björg Karlsdóttir  15:54/36:19
María Björk Guðmundsdóttir  16:16/37:19
Páll Tryggvi Karlsson 18:44/41:48
Páll Ingi Haraldsson 17:55/44:35

 10 km bikejoring  1 hundur

Kolbrún Arna Sigurðardóttir 13:33/33:18
Sævar Már Atlason 15:35/38:22
Sæmundur Þór Sigurðsson 18:59/40:20

10 km Scooter 1-2 hundar

Olga Rannveig Bragadóttir 15:25/36:22                   
Jill Syrsted 23:51/55:32

 5 km bikejoring

Erna Þorsteinsdóttir  17:32              
Tinna Rós Orradóttir  18:58  
Erna Sofie Árnadóttir 20:08  
Sigurbjörg Jóhanna Gísladóttir 23:05
Sigurður Axelsson 23:28      
Kári Þórisson 23:41  
Alexandra Karlsdóttir 24:47

10 km canicross

Karlaflokkur
Sævar Már Atlason 22:23/45:42 Besti tími í 10 km            
Guðni Garðasson 23:18/48:39

Kvennaflokkur
Olga Rannveig Bragadóttir 24:28/50:15       

 

5 km canicross

Ungmennaflokkur
Erlend Magnússon 22:00 Besti tími í 5 km 
Liv Bragadóttir  24:12

 Karlaflokkur
Árni Einarsson  22:33
Brynjólfur Jökull Bragason 25:36      
Gunnlaugur Þór Sigurjónsson 36:18  

 Kvennaflokkur
Rósa Björk Karlsdóttir  23:28  
Anna Halla Birgisdóttir 33:01

Krakkahlaup
Aðalbjörg Birna Haraldsdóttir  02:34            
Bessi Thor Jónsson 03:02      
Bergdís Heiða Reynisdóttir 03:08
Friðbjörn Víðir Reynisson 03:12        

Dagbok
sep.
22

Tilkynning til keppenda

Mæting kl 9
Hjólagreinar ræstar kl. 10, með 2ja mínútu millibili.
Eftir hjólin verður krakkahlaupið þannig að börnin þurfa að vera mætt kl. 11.30
Að loknu krakkahlaupinu verður verðlaunaafhending fyrir hjólagreinarnar og krakkahlaupið
Í beinu framhaldi verður ræst í hlaupin
Verðlaunaafhending fyrir hlaupin strax að þeim loknum.
Stefnt er á að fara saman út að borða kl. 18 á Grillhúsið
Þeir gefa okkur 25% afslátt. 
Væri gaman ef sem flestir myndu mæta.
Það væri gott að þeir sem hafa áhuga á Grillhúsinu meldi sig hér svo við höfum ca fjölda
Dagbok
sep.
21

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í bikejoring og canincross

Þrátt fyrir veðurspá stefnum við á að halda mótið á laugardaginn.
Sjáumst hress
Dagbok
sep.
20

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í bikejoring og canincross 23.sept. kl. 10

Þá er búið að draga í ráslista fyrir sumarmótið okkar. Fyrsti kúskur verður ræstur á slaginu 10:00 í bikejöring 10 km með 2 hunda og verður svo startað með jöfnu millibili. Keppendur mæti 1 klukkustund fyrr. 
Reiknað er með að krakkahlaupið verði kl 12:00 og canicross keppendur fari af stað um 13:00.

Ráslistinn:

10 km-2hundar
Magnús Sigurðsson
Páll Tryggvi Karlsson
Páll Ingi Haraldsson
Rósa Björg Karlsdóttir
María Björk Guðmundsdóttir

10 km-1 hundur

Sævar Már Atlason
Kolbrún Arna
Sæmundur Þór Sigurðsson
Anna Marín Kristjánsdóttir

10 km scooter
Olga Rannveig Bragadóttir
Jill Syrsted

5 km 
Sigurður Axelsson
Sigurbjörg Jóhanna Gísladóttir
Kári Þórisson
Alexandra Karlsdóttir
Erna Sofie Árnadóttir
Tinna Rós Orradóttir
Erna Þorsteinsdóttir

5 km ungmennaflokkur
Liv Bragadóttir

10 km hlaup karla- og kvennaflokkur
Olga Rannveig Bragadóttir
Sævar Már Atlason
Guðni Garðasson
Anna Marín Kristjánsdóttir

5 km hlaup karla-, kvenna- og ungmennaflokkur
Anna Halla Birgisdóttir
Erlend Magnússon
Brynjólfur Jökull Bragason
Gunnlaugur Þór Sigurjónsson
Rósa Björg Karlsdóttir
Liv Bragadóttir
Árni Einarsson

Krakkahlaup
Bessi Thor Jónsson
Bergdís Heiða Reynisdóttir
Friðbjörn Víðir Reynisson
Aðalbjörg Birna Haraldsdóttir
Mynd frá Sleðahundaklúbbur Íslands /  Icelandic Sleddog Club.
Dagbok
sep.
19

Dregið í rásröð

Dregið verður í rásröð vegna Íslandsmeistaramóts Sleðahundaklúbbs Íslands í bikejoring og canincross miðvikudaginn 20.sept. kl. 18 við startið, sem er við bílastæði við Rauðavatn, fyrir neðan Morgunblaðshúsið.
Þegar búið er að draga í rásröð verður farið í brautina svo að keppendur geti kynnt sér hana.  Hún er frábrugðin þeim sem við höfum verið á áður, en mjög skemmtileg. (Það er engin risabrekka sem þarf að sigra samt)

Metskráning er á mótið!!

Dagbok
ágú.
29

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í bikejoring og canincross

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í bikejoring og canincross verður haldið við Rauðavatn 23.sept. kl. 10 

Mæting kl. 9  á planið við Rauðavatn fyrir neðan Morgunblaðshöllina.

Opnað hefur verið fyrir skráningu.

Skráningu lýkur 18.september kl. 20.


Keppt verður í eftirtöldum greinum:

Hjól og Scooter:
10 km Scooter með 1-2 hunda
10 km reiðhjól með 2 hunda
10 km reiðhjól með 1 hund
5 km reiðhjól með 1 hund
5 km reiðhjól með 1 hund ungmenni 12-18 ára

Hlaup:
700 metrar með 1 hund börn 
10 km hlaup með einn hund karla
10 km hlaup með einn hund kvenna
5 km hlaup með einn hund karla
5 km hlaup með einn hund kvenna
5 km hlaup með einn hund ungmenni 12-18 ára


Mynd frá Sleðahundaklúbbur Íslands /  Icelandic Sleddog Club.


Dagbok
ágú.
16

Ágústganga Sleðahundaklúbbs Íslands

Mynd frá Sleðahundaklúbbur Íslands /  Icelandic Sleddog Club.

26 eða 27 ágúst (ræðst af veðurspá) verður gengið frá Skíðaskálanum í Hveradölum sem leið liggur inná Hellisheiði. Meðal annars verður skoðaður gamall steinkofi á vörðuðu þjóðleiðinni yfir Hellisheiði, einnig er gengið inn að Skarðsmýrarfjalli, falleg og skemmtileg gönguleið. 
Áætlaður göngutími er 4-5klst með pásum. 
Muna að taka með sér nesti. 
Allir velkomnir . 
Ef þið hafið einhverjar spurningar má ná í Kára í síma 892-4675
Dagsetningin verður negld niður fimmtudagskvöldið 24. ágúst og kemur þá tilkynning inn í viðburðinn á facebook síðu Sleðahundaklúbbs Íslands
Dagbok
júl.
24

Úrslit á síðasta æfingarmóti Sleðahundklúbbs Íslands sumarið 2017

Í kvöld lauk 3ja kvölda æfingarmóti. Þessi keppni átti að vera 18. júlí en var frestað vegna veðurs og við endurheimtum ekki alla keppendurna sem voru búnir að skrá sig þá.. En kvöldið var yndislegt, gott veður og góð stemming og grillað í lokin.
Við þökkum öllum sem hafa komið að þessu þriggja kvölda æfingarmóti kærlega fyrir. 
Sérstakar þakkir fær Snati ehf. sem styrkti mótið með því að gefa alla vinningana
Snati ehf. flytur inn Pro Pac hundafóður.

Timar kvöldsins:

5 km hjól með 2 hunda
Kári Þórsson 18.32

5 km hjól með 1 hund
Kolla Arna Sigurðardóttir 14.10
Páll Ingi Haraldsson 17.32


5 km hlaup með einn hund

Árni Einarsson 12.07

Dagbok