Mótsstjórn á Mývatni 8.-9.mars 2019

Sleðahundaklúbbur Íslands auglýsir eftir 3 aðilum í mótsstjórn á Íslandsmeistaramóti klúbbsins í sleðadrætti og skijoring á Mývatni 8.-9. mars n.k. Til að sitja í mótsstjórn þarf einstaklingur að vera fullra 18 ára á mótsdegi og þekkja keppnisreglur klúbbsins sem er að finna hér á síðunni undir “um klúbbinn”
Áhugasamir sendi póst á stjórn@sledahundar.is fyrir 1. mars n.k.

MÝVATN 2019

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands
í sleðadrætti og skijoring
Mývatn 8.-9. Mars 2019

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Mývatnsmótið 2019, skráningu lýkur 1.mars kl.23.55.  Ath. þá þarf einnig að vera búið að greiða keppnisgjöldin inn á 0310-13-300710 kt. 700910-1210.
Ath. aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjald fyrir 2019 mega keppa á mótinu.
500 metra spyrna er þó öllum opin.
Verð kr. 4.000 fyrir fyrstu grein og 1.500 fyrir hverja grein eftir það. Frítt fyrir börn og ungmenni
Lágmarksskráning í grein eru 3, nema í unglinga og barnaflokka.
Eftirtaldar greinar verða í boði

Föstudagur 8.mars kl. 11:
5 km sleði með 3-4 hunda
5 km sleði með 2 hunda
5 km sleði með 2 hunda fyrir fólk 45+
5 km sleði með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
5 km sleði með 2 hunda ungmenni 12-15 ára

Föstudagur 8.mars kl. 13:
5 km skijoring með 2 hunda, karlar
5 km skijoring með 2 hunda, konur
5 km skijoring með 2 hunda, ungmenni 16-18 ára

1 km sleði með 1 hund börn 7-10 ára
1 km sleði með 1 hund börn 11-14 ára

Laugardagur 9.mars kl. 10:
15 km sleði með 4-6 hunda
10 km sleði með 4-6 hunda
10 km sleði með 2-3 hunda

Laugardagur 9.mars kl. 13
2 km skijoring með 1 hund, karlar
2 km skijoring með 1 hund, konur
2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 16-18 ára
2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 12-15 ára
1 km skijoring með 1 hund, börn 9-11 ára

Spyrna 500 metra (sleði með 2 hunda) að lokinni keppni og verðlaunaafhendingu
Öllum opin, skráning á staðnum.  Skráningu í spyrnu lýkur kl. 13.

Einnig hefur verið opnað fyrir skráningu í gistingu.  Gist verður hjá Eldá eins og undanfarin ár. Uppábúið rúm kostar 4.700 fyrir nóttina, 16 ára og yngri frítt.  Skráningu í gistingu þarf að vera lokið fyrir 3.febrúar n.k.

Skráning í keppni og gistingu er í stjorn@sledahundar.is