Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldið helgina 10-11. mars 2023 við Mývatn.
Opnað hefur verið fyrir skráningu,
Skráningu lýkur 3. mars kl.23:55
Skráning sendist á stjorn@sledahundar.is
Ath. aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjald fyrir 2023 mega keppa á mótinu. 500 metra spyrna er þó öllum opin.
Verð kr. 4.000 fyrir fyrstu grein, 1.500 fyrir hverja grein eftir það.
Frítt fyrir börn og ungmenni.
Banki nr. 0310-13-300710, kt. 700910-1210
Mikilvægt er að senda greiðslukvittun fyrir þátttöku á stjorn@sledahundar.is til staðfestingar á skráningu.
Lágmarksskráning í keppnisgrein eru 3 til að hún fari fram nema í unglinga og barnaflokka.
Eftirtaldar greinar verða í boði:
Föstudagur 10. mars kl. 11:00
• 5 km sleði með 3-4 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 5 km sleði með 2 hunda ungmenni 12-15 ára
Föstudagur 10. mars kl. 13:00
• 5 km skijoring með 2 hunda
• 5 km skijoring með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
• 1 km sleði með 1 hund börn 6-10 ára
• 1 km sleði með 1 hund ungmenni 11-14 ára
Laugardagur 11. mars kl. 10:00
• 15 km sleði með 4-6 hunda*
• 10 km sleði með 4-6 hunda*
• 10 km sleði með 2-3 hunda*
Laugardagur 11. mars kl. 13:00
• 2 km skijoring með 1 hund
• 2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 14-18 ára
• 1 km skijoring með 1 hund, börn 9-13 ára
Aðeins ein grein er ræst í einu svo að keppendur geta keppt í fleiri greinum ef þess er óskað. Smá tími á milli til að græja hunda.
*ekki er hægt að skrá sig í fleiri enn eina grein í 10km+ flokk
Athugið! lokatímasetning gæti breyst eftir skráningar.
Spyrna 500 metra (sleði með 2 hunda) að lokinni keppni. Öllum opin, skráning fer fram á staðnum.