Velkomin

Efst á baugi

Sleðahundaklúbbur Íslands er klúbbur áhugafólks um fræðslu og kynningu á sleðahundum, sleðahundasporti og tengdum málefnum. Allt starf klúbbsins miðar að því að efla iðkun sleðahundasports á Íslandi. Allir hundar eru velkomnir í allt starf klúbbsins, af hvaða kyni, stærð eða uppruna sem þeir eru.

Klúbburinn leggur áherslu á að þjóna félagsmönnum á öllu landinu. Því er reynt eftir fremsta megni að miðla upplýsingum í gegnum þessa vefsíðu. Allir félagsmenn skulu hafa eins góðan aðgang að starfinu og frekast er kostur. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið info@sledahundar.is varðandi efni eða hvað eina sem við kemur vefnum og starfi klúbbsins.


Árið 2018

Helstu dagsetningar fyrir árið 2018.

11 og 14 janúar- Nýliðakynning
9 og 10 mars – Mývatn
22 september – Haustmót
24 nóvember- Aðalfundur

Viðburður í hverjum mánuði og verður hver auglýstur fyrir sig.