Mótsstjórn á Mývatni 8.-9.mars 2019
Sleðahundaklúbbur Íslands auglýsir eftir 3 aðilum í mótsstjórn á Íslandsmeistaramóti klúbbsins í sleðadrætti og skijoring á Mývatni 8.-9. mars n.k. Til að sitja í mótsstjórn þarf einstaklingur að vera fullra 18 ára á mótsdegi og þekkja keppnisreglur klúbbsins sem er að finna hér á síðunni undir “um klúbbinn”
Áhugasamir sendi póst á stjórn@sledahundar.is fyrir 1. mars n.k.
MÝVATN 2019
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands
í sleðadrætti og skijoring
Mývatn 8.-9. Mars 2019
Opnað hefur verið fyrir skráningu á Mývatnsmótið 2019, skráningu lýkur 1.mars kl.23.55. Ath. þá þarf einnig að vera búið að greiða keppnisgjöldin inn á 0310-13-300710 kt. 700910-1210.
Ath. aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjald fyrir 2019 mega keppa á mótinu.
500 metra spyrna er þó öllum opin.
Verð kr. 4.000 fyrir fyrstu grein og 1.500 fyrir hverja grein eftir það. Frítt fyrir börn og ungmenni
Lágmarksskráning í grein eru 3, nema í unglinga og barnaflokka.
Eftirtaldar greinar verða í boði
Föstudagur 8.mars kl. 11:
5 km sleði með 3-4 hunda
5 km sleði með 2 hunda
5 km sleði með 2 hunda fyrir fólk 45+
5 km sleði með 2 hunda ungmenni 16-18 ára
5 km sleði með 2 hunda ungmenni 12-15 ára
Föstudagur 8.mars kl. 13:
5 km skijoring með 2 hunda, karlar
5 km skijoring með 2 hunda, konur
5 km skijoring með 2 hunda, ungmenni 16-18 ára
1 km sleði með 1 hund börn 7-10 ára
1 km sleði með 1 hund börn 11-14 ára
Laugardagur 9.mars kl. 10:
15 km sleði með 4-6 hunda
10 km sleði með 4-6 hunda
10 km sleði með 2-3 hunda
Laugardagur 9.mars kl. 13
2 km skijoring með 1 hund, karlar
2 km skijoring með 1 hund, konur
2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 16-18 ára
2 km skijoring með 1 hund, ungmenni 12-15 ára
1 km skijoring með 1 hund, börn 9-11 ára
Spyrna 500 metra (sleði með 2 hunda) að lokinni keppni og verðlaunaafhendingu
Öllum opin, skráning á staðnum. Skráningu í spyrnu lýkur kl. 13.
Einnig hefur verið opnað fyrir skráningu í gistingu. Gist verður hjá Eldá eins og undanfarin ár. Uppábúið rúm kostar 4.700 fyrir nóttina, 16 ára og yngri frítt. Skráningu í gistingu þarf að vera lokið fyrir 3.febrúar n.k.
Skráning í keppni og gistingu er í stjorn@sledahundar.is
Aðalfundur 2018
Eftirtaldir aðilar skipa nýja stjórn eftir aðalfund 2018:
Gunnar Ómarsson, formaður
Erla Þorsteinsdóttir
Páll Ingi Haraldsson
Davíð Magnússon
Lára Wiley
Kolbrún Arna Sigurðardóttir, varamaður
Sigurbjörg Jóhann Gísladóttir, varamaður.
Ný stjórn á eftir að skipta með sér verkum.
Mývatn 2019
Greiðsla félagsgjalds vegna 1.nóv 2018 til 31.okt. 2019
Minnum félagsmenn á að greiða félagsgjaldið sem allra fyrst
Til að hafa atkvæðisrétt á aðalfundi þarf að vera búið að greiða komandi ár
Minnum á aðalfundinn sunnudaginn 25.nóv. n.k. kl.19 í sal Steypustöðvarinnar
að Malarhöfða 10, Reykjavík.
Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands
Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands verður haldinn sunnudaginn 25.nóvember 2018 kl. 19 í sal Steypustöðvarinnar að Malarhöfða 10, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Móttaka framboða í stjórn (vantar fólk í stjórn)
2. Kosning
3. Skýrsla stjórnar
4. Gjaldkeri leggur fram reikninga til samþykktar
5. Önnur mál.
Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald vegna komandi árs til að hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Félagsgjöld hafa verið send í heimabanka félaga. Ef einhver hefur ekki fengið rukkun um félagsgjöldin vinsamlegast sendið póst um það í info@sledahundar.is
Rukkun félagsgjalda
Fyrr á árinu ákvað stjórn Sleðahundaklúbbsins að rukka félagsgjöldin í gegnum bankann. Því munu berast rukkanir í heimabankann félaga upp á kr. 1.500, sem er félagsgjald frá 1.nóv.2018 til 31.okt. 2019
Aðalfundur Sleðahundaklúbbs Íslands
Ath. vegna óviðráðanlegra aðstæðna verðum við að fresta aðalfundi Sleðahundaklúbbs Íslands til sunnudagsins 25.nóvember 2018 kl. 19. Fundurinn verður haldinn í sal Steypustöðvarinnar eins og undanfarin ár. Nánar síðar.
Stjórnin
Úrslit á Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands 22.sept.2018
Mótið heppnaðist vel í alla staði, yndislegt veður, góð braut og frábærir keppendur.
Við viljum sérstaklega þakka öllum sjálfboðaliðunum og Dýrahjálp fyrir samstarfið.
Myndir koma síðar
Úrslitin eru sem hér segir:
10 km bikejoring 2 hundar:
1. Olga Rannveig Bragadóttir 32.22
2. Páll Ingi Haraldsson 50.01
3. Ragna Ísabel Gunnarsd. 55.24
5 km bikejoring 1 hundur:
1. Kolbrún Arna Sigurðard. 12.22
2. Davíð Magnússon 15.46
3. Ragnar Freyr Ásgeirsson 16.02
4. Þórdís Rún Káradóttir 19.18
5. Jóhanna Björg Steinsd. 20.18
5 km bikejoring ungmenna 14-18 ára:
1. Liv Bragadóttir 16.51
Canicross kvenna 5 km:
1. Gunnhildur Jakobsdóttir 23.16
2. Olga Rannveig Bragadóttir 23.51
3. Kolbrún Arna Sigurðard. 26.56
4. Auður Eyberg 27.50
Canicross ungmenna 14-18 ára 5 km:
1. Pétur Rúnar Arnarsson 20.43 (besti tíminn)
2. Liv Bragadóttir 25.51
Canicross krakka 11-14 ára:
1. Tara Lovísa Karlsdóttir 03.16
Canicross krakka 7-11 ára:
1. Aðalbjörg Birna Haraldsd. 02.50
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn.